Þegar ungi maðurinn að baki myndbandinu hér að neðan áttaði sig á því að eiginkona hans væri ólétt, hóf hann að taka ljósmyndir af hinni verðandi móður á hverjum einasta degi og það á sama stað – áður en fæðingin ætti sér stað.

anigif_enhanced-16894-1433279308-3

Sjá einnig: Meðganga – Nokkur atriði sem ágætt getur verið að hafa í huga

Unga parið heita Byron og Monique, en úr ljósmyndunum gerði Byron myndband – rétt eins og hann hafði áður gert af heimilishundinum, Dunder.

Mér fannst þetta vera frábær leið til að bjóða nýtt líf velkomið í heiminn, að róa taugarnar áður en barnið kæmi. Að sjálfsögðu var ég stressaður, hvaða faðir væri það ekki?

En eins og sjá má er það ekki bara barnið í maganum sem stækkar, heldur tekur herbergið einnig breytingum á meðan. Það sem áður var gestaherbergi tekur breytingum í myndbandinu og breytist í barnaherbergi.

anigif_enhanced-21758-1433279651-13

Sjá einnig: Svona ÁTT þú að hugsa um barnið – Þetta er það BESTA fyrir barnið þitt

Heimilishundarnir, sem skynjuðu að eitthvað var í vændum, véku ekki frá eigendum sínum. og biðu allan daginn og allt kvöldið eftir því að Monique og Byron sneru aftur heim með barnið þegar þau loks fóru á fæðingardeildina.

anigif_enhanced-18524-1433279809-26

Sjá einnig: Furðulegu meðgöngudraumarnir – Kannast þú við þetta?

Barnið er nú komið heim og sagði Byron í viðtali við Buzzfeed að þau hjónin væru í skýjunum. Þau væru auðvitað að upplifa foreldrahlutverkið í fyrsta sinn og að því væri í mörg horn að líta og mikill lærdómur að taka inn en að þau lifðu fyrir hvern dag eins og hann kæmi fyrir sig og að litla fjölskyldan væri afar hamingjusöm.

Hundarnir hafa aðlagast vel líka – þeir víkja ekki frá barninu og vilja vera í barnaherberginu allan sólarhringinn.

SHARE