p1869ltvgaduj13hmi9c1m5u1oil4

Scarlett Johansson hefur verið útnefnd kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu Esquire. Þetta er í annað sinn sem titilinn er hennar, fyrra skiptið var árið 2006 og í fyrsta skipti sem kona hampar titlinum tvisvar.

Hin 28 ára leikkona er geislandi á forsíðu nóvemberblaðsins, en hún er meira en bara augnakonfekt. Í viðtali við Tom Chiarella, sýnir Scarlett á sér viðkvæmari hliðar þar sem að hún tjáir sig um heilmargt, þar á meðal afbrýðisemi (greinilegt að meira að segja kynþokkafyllstu konur veraldar verða afbrýðisamar!).

“Ég hélt ekki að ég væri afbrýðisöm manneskja fyrr en ég byrjaði að deita minn eina og sanna (Romanin Dauriac)” segir Scarlett. Í fyrri samböndum var ég greinilega ekki að gefa jafnmikið  í sambandið. Ekki að mér hafi ekki líkað við mína fyrrverandi, heldur var ég bara ekki fær um það eða hafði mikinn áhuga á því”.

esq-scarlett-johansson-SWA03-xln

 

Í nýjustu kvikmynd sinni Don Jon leikur Scarlett  á móti Joseph Gordon-Levitt, en hann skrifar jafnframt handritið og leikstýrir. Í kvikmyndinni leikur hún konuna sem á hug Joseph allan, en að nálgast þrítugt þá finnur Scarlett að klukkan er farin að tifa hvað ferill hennar varðar eða allavega hluta af honum.

“Þú veist, ég er 28 ára gömul kona í kvikmyndabransanum!”. Fljótlega verða einu hlutverkin sem mér verða boðin, hlutverk móðurinnar. Síðan hætta hlutverk að vera í boði”.

Þrátt fyrir viðkvæmnari hlið Scarlett þá eigum við pottþétt eftir að sjá meira af henni.

esq-scarlett-johansson-SWA07-xln

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”bcGO_oAahV8″]

 

SHARE