Scarlett Johansson nýtur sín í móðurhlutverkinu

Stórleikonan Scarlett Johansson segir í nýlegu viðtali við þýska tískutímaritið Gala að hún njóti þess að vera orðin móðir og sé upp yfir haus ástfangin af dóttur sinni.

„Þetta er töfrum líkast, en ég er líka alveg útkeyrð,“ sagði Scarlett sem hefur einnig gert tilraunir til að lýsa móðurástinni sem greip hana þegar hún leit dóttur sína augum í fyrsta sinn.

„Þessi ást er bara svo ótrúleg. Hún heltekur mann alveg.“

Screen Shot 2014-12-10 at 15.43.53

Mynd af nýfæddu dótturinni Rose Dorothy sem fæddist í byrjun september á þessu ári.

Scarlett og eiginmaður hennar, franski blaðamaðurinn Romain Dauriac, giftu sig í síðasta mánuði en það fór lítið fyrir brúðkaupinu þeirra þar sem þau vildu halda því fyrir utan fjölmiðla.

Lítið hefur spurst til leikkonunnar eftir að hún varð móðir en hún skellti þessari dásamlegu ljósmynd af dóttur sinni á Instagrammið sitt þegar hún var nýfædd ásamt eftirfarandi orðsendingu.

„Velkomin í heiminn litla stelpan mín.. Rose Dorothy.. Ég er svo stolt yfir því að vera orðin móðir.“

Þá segist Scarlett vera að njóta lífsins og segist heilluð af lyktinni af dóttur sinni.

„Það er sætur ilmur af henni. Ég get ekki alveg lýst því en ég upplifi mikla vellíðan þegar ég finn lyktina. Ég er með hana á brjósti og ég elska það. Þetta er líka besta leiðin til þess að komast aftur í gott form.“

Hér eru nokkrar myndir af Scarlett Johansson ásamt manninum sínum Romain Dauriac þegar hún gekk með dóttur þeirra Rose Dorothy. Eins og sjá má blómstraði hún á meðgöngunni en fékk sínar „cravings“ eins og flestar barnshafandi konur.

1D274906711379-140905-johansson-dauriac.blocks_desktop_medium

Ceremony - Cesar Film Awards 2014

70th Venice Film Festival - 'Under the Skin'

Scarlett-Johansson-at-the-Captain-America-Premiere-in-London

scarlett_johansson_pregnant_by_that70sshowlova-d5uf0rd

article-0-2099B6D600000578-493_634x893

Scarlett-Johansson-Romain-Dauriac-Leaving-Gym-London

Heimild: Daily Mail

Tengdar greinar: 

Gettu hver er ólétt

Scarlet Johansson kynþokkafyllsta kona veraldar

Ellefu heitustu nektarsenur ársins

SHARE