Það eru búnar að dynja á okkur stjörnufréttir af verðlaunahátíð Óskarsins. En núna kemur fyrsta stórfréttin sem tengist ekki rauða dreglinum eða kjólum.  Scarlett Johansson er ólétt.  Hún og Romain Dauriac eiga von á sínu fyrsta barni á þessu ári samkvæmt slúðurblöðum þar vestra og E! News.  Scarlett sagði í viðtali fyrir ári síðan að hún hefði ekki tíma tíma til að hugsa um barneignir og væri í góðu sambandi og mikilli vinnu svo að barneignir væru ekki á dagskránni hjá þeim skötuhjúum.  En mikið hefur breyst á þessu einu ári, Scarlett er búin að trúlofa sig og á von á barni.

 

scarlett

 

 

SHARE