Söngkonan Shakira eignaðist son á Spáni í gærkvöld með sínum heittelskaða Gerard Piqué.

Hann hefur fengið nafnið Milan Piqué Mebarak en nafnið Milan þýðir kær, ástkær og náðugur á slavnesku, á fornrómversku þýðir það ákafur og ákveðin og á sanskrít þýðir það sameining samkvæmt því sem parið skrifaði á heimasíðu Shakira.

Drengurinn litli gerðist að sjálfsögðu meðlimur í FC Barcelona um leið og hann fæddist en pabbi hans er miðvörður í liði Barcelona.

SHARE