Sia opnar sig um nýlega andlitslyftingu

Sia er söngkona sem er þekktust fyrir að hylja andlit sitt með stórum litríkum hárkollum eða slaufum kom fram á Daytime Beauty Awards í Los Angeles þann 1. október. Þar sagði hún frá því að hún hafi farið í andlitslyftingu og sagði hæstánægð og hún gæfi lækninum Ben Talei toppeinkunn.

„Ég er poppstjarna sem venjulega felur andlit sitt og ég er ekki að ljúga neinu. Ég fékk ótrúlega velheppnaða andlitslyftingu hjá Talei lækni. Hann er ótrúlegur. Og hann er að vinna svo mikið og gott verk – og ekki bara fyrir poppstjörnur heimsins,“ sagði Sia.

Sia segir jafnframt að hún sé mjög ánægð með útkomuna, að hún hafi varla trúað sínum eigin augum þegar hún sá sig í fyrsta skipti.


SHARE