Skyrkaka með rískúlum

Skyrkökur geta verið svo góðar hvort sem þær eru til þess að borða með kaffinu eða sem eftirrétt í næsta matarboði. Þessi er í boði Matarlystar og við mælum með því að þið smellið í eitt „like“ á síðuna þeirra á Facebook.


Botn

100 g smjör
1 pakki Mc vitie’s Hobnobs þetta í bláa pakkanum.

Aðferð:

Bræðið smjörið í potti, myljið kexið og bætið út í pottinn hrærið þar til samlagast. Setjið í form (ég notaði 26 cm þunnt eldfast form.) Athugið að láta botninn kólna áður en skyrfyllingin er sett ofaná.

Fylling

2.5 dl rjómi
2 litlar 170 g dósir af jarðaberja skyri eða vanillu skyr
2 msk flórsykur

Aðferð:

Þeytið rjómann, bætið út í skyri og flórsykri þeytið áfram um stund eða þar til samlagast og verður létt og fluffy. Setjið yfir kexbotninn

Toppur

3 lítil mars
¾-1 dl rjómi

Aðferð

Bræðið saman rjóma ¾ dl og mars á lágum hita í potti, látið standa þar til kólnar bætið örlitu út í af rjóma í viðbót ef ykkur finnst hún of þykk hrærið vel saman og hellið svo yfir kökuna.
Ég skreytti svo með Malterses.

SHARE