Sleiktu snuð barnsins þíns

Ef snuð barnsins þíns dettur á gólfið hefur ný sænsk rannsókn sýnt fram á að þú ert ekki að gera barninu þínu neinn greiða með því að skola snuðið í vaskinum. Í staðinn ættir þú frekar að gera eins og margir foreldrar gera nú þegar, að stinga snuðinu upp í þig áður en þú setur það upp í barnið aftur.

Sýnt var framá að börn foreldra sem setja snuðið upp í sig voru með sterkara ónæmiskerfi og mun ólíklegri til að fá ofnæmi, exem og astma en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í þessari viku á Pediatrics.

Með því að færa skaðlausar bakteríur frá munni foreldris yfir í munn barnsins fær ónæmiskerfi barnsins tækifæri til þess að berjast á móti þessum bakteríum og ónæmiskerfið styrkist við það. Ef það fær ekki þessar bakteríur hefur ónæmiskerfið ekkert að berjast við og það fer að bregðast við hlutum sem það annars myndi ekki bregðast við.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here