Snúðar með rjómaostakremi

Lungamjúkir og ljúffengir snúðar, töfrarnir eru majónesið í deiginu, samkvæmt Ragnheiði sem er með Matarlyst á Facebook.

Snúðarnir eru einnig frábærir með glassúr.

Snúðadeig

700 gr Hveiti (örlítið meira til ef deigið er blautt)
1 ½ tsk salt
4 tsk þurrger
80 g sykur
4 dl volgt vatn
1 dl majónes

Aðferð

Setjið þurrefni saman í hrærivélarskál blandið aðeins saman með króknum. Bætið við vatni og majónesi vinnið vel saman með króknum í u.þ.b 5 mín bætið örlitlu hveiti út í hrærivélaskálina ef deigið er blautt. Látið hefast í 30 mín.

Takið deigið úr skálinni, fletjið út, sáldrið kanelsykri yfir, rúllið upp í lengju skerið í hæfilega stóra snúða, setjið bökunarpappír á 2 ofnplötur raðið snúðunum á látið hefast aftur í 20 mín. Hitið ofninn í 220 gráður og blástur bakið í u.þ.b 10-12 mín.

Kanelsykur

1 dl sykur
3 vænar tsk kanill
Blandið saman.

Athugið að ekki þarf að nota allt þetta magn af kanelsykri.

Rjómaostakrem

Hráefni

60 g smjör
4 dl flórsykur
5 msk rjómaostur
2 tsk vanilludropar

Aðferð

Allt sett saman í hrærivélaskálina hrærið saman um stund í u.þ.b 2-3 mín. Berið fram með snúðunum eða setjið ofaná snúðana þegar þeir eru orðnir volgir.

Glassúr

Blandið þá saman flórsykri, bökunarkakó, vanilludropum, vatni eða uppáheltu kaffi. Gott er að frysta þá snúða sem ekki borðast eru enga stund að þiðna.

Sjá einnig: Kanilsnúðar – Þessir gömlu góðu

SHARE