Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl – 20. maí

Það er von á spennandi fréttum varðandi skapandi eða vinnutengd verkefni. 

Þú þarft að taka á málum fortíðarinnar, því þó svo að eitthvað sé liðið, þýðir það ekki að þú sért búin/n að sleppa tökunum á því.  Það er kominn tími til að kafa í ný áhugamál og nota orkuna sem er innra með þér. Þú finnur fyrir nýjum stöðugleika í ástarsambandinu þínu, ef þú ert í sambandi. Þú munt styrkja þau bönd sem þú átt fyrir, við þína nánustu og þá sem þú hefur átt í nærandi samböndum við.