Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Það er mjög gott fyrir þig að vera sniðug/ur og halda hugsunum þínum útaf fyrir þig. Þó það sem þú segir sé sannleikurinn, munu samstarfsfélagar þínir bara taka því eins og gagnrýni á þerra störf. Þú veist hvað sumir geta verið viðkvæmir, kæri Bogmaður, svo þú skalt ekki eignast óþarfa óvini.

Líkamleg heilsa þín verður góð í apríl og þig langar að hreyfa þig og prófa nýja hluti í hreyfingu. Passaðu bara að borða og hvíla þig vel, það er svo mikilvægt.

Fjölskyldan er mjög dýrmæt og þú munt eyða miklum tíma með þeim. Gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum (ef þú átt börn) en ekki gleyma að gefa maka þínum athygli líka. Bogmenn eiga það til að finna fyrir depurð, ekki af neinni sérstakri ástæðu, svo það er enginn sérstök lækning við því. Reyndu bara að tileinka þér jákvæða hugsun og þakklæti, það getur ekki annað en gert mann jákvæðan.

Þú ert venjulega ekki „allt eða ekkert“ týpa en það er mikil þörf innra með þér, til að vita allar staðreyndir og komast til botns í öllum málum.