Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Þú verður mjög vinnusöm/samur í apríl og þig langar að auka tekjur þínar. Þú þarft þá að geta lagt alla þína orku í vinnuna en það er ekki hægt að gera það endalaust. Þreytan mun skella á þér á endanum.

Þú munt vera mjög ósammála einhverju sem einhver segir en þér er ráðlagt að gera ekki mál úr því. Ef þú freistast til að svara viðkomandi gætirðu hafið deilur sem munu engan enda taka og það er einfaldlega ekki þess virði. Ef þetta hefur ekki bein áhrif á þig láttu það bara eiga sig. Talaðu frá hjartanu og passaðu hvernig þú orðar hlutina. Að segja eitthvað höstulegt í hita leiksins gæti það valdið óbætanlegum skaða á mannorði þínu.

Þú vilt hafa nóg að gera og hvort sem þú ert að útrétta, fara í ræktina eða bara að spjalla við samstarfsfólkið þitt, legðu þig þá fram í að tengjast öðrum í gegnum sameiginleg áhugamál. Þú getur aldrei átt of mikið af vinum.