Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Sambandið þitt mun taka mikla athygli hjá þér í apríl kæri Sporðdreki. Þú munt, ásamt maka, vinna í að byggja upp öryggi, traust og nánd í sambandinu. Dekraðu við ástvini þína með því að gefa þeim tíma og athygli og taktu forystuna þegar þú skipuleggur rómantískt stefnumót eða hitting með besta vini þínum. Þrátt fyrir að hafa stjórn á persónulegu lífi þínu, þá munt þú finna fyrir því að þurfa að halda ró þinni í samstarfi við aðra, hvort sem það er í vinnu eða skóla.

Þú ert í góðu formi og ættir kannski að hlaupa/skokka meira. Þú ert svolítið eirðarlaus og virk/ur í apríl og þá er gott að vera virkur í hreyfingu. Þú gætir fundið fyrir tilfinningum eins og öfund og jafnvel ertu að hugsa um að hefna þín á einhverjum. Mundu að hugsa þig aðeins um áður en þú „lætur sprengjuna falla“.

Þú ert ekkert fyrir breytingar svo þú ættir að forðast allar breytingar í apríl. Þær geta beðið.