Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl – 20. maí

Kæra naut. Samkvæmt stjörnuspánni fyrir apríl verður mánuðurinn tími breytinga og nýrra uppgötvana fyrir þig. Þú gætir staðið frammi fyrir áskorunum, en ef þú heldur þig í jarðtengingu og ert meðvituð/aður kemurðu út úr þessi sterkari og seigari en áður.

Það gætu orðið nokkrar breytingar hjá þér í starfsferli þínum. Þú hefur verið að upplifa óáreiðanleika og óánægju í núverandi starfi eða á vinnustaðnum. Sama hvað þú gerir skaltu alltaf halda í heilindi þín og það er allt í góðu að skoða í kringum sig. Það mun bara leiða til jákvæðra breytinga og það á við um fjárhagsstöðu þína líka. Það virðist vera að þú munir fá einhverja peninga úr nýrri tekjulind en þú þarft alltaf að vera meðvituð/aður um í hvað þú eyðir peningunum þínum. Ekki eyða peningum bara til þess eins að eyða þeim.

Það er eitthvað í kortunum sem gefur til kynna einhvern vanda í einkalífinu. Ágreiningur eða misskilningur getur komið upp á milli þín og maka þíns. Það er mjög mikilvægt að tala opinskátt og heiðarlega við maka þinn til þess að leysa úr vandamálum. Minntu þig á að vera róleg/ur og skilningsrík/ur og reyna að sjá málin með augum maka þíns.

Ef þú ert á lausu gætirðu fundið fyrir löngun til að eiga í innihaldsríku sambandi með djúpri tengingu. Andleg heilsa þín getur orðið fyrir áhrifum af áskorunum sem þú stendur frammi fyrir í apríl. Gerðu það að forgangsatriði að hugsa vel um þig og taktu frá tíma til að safna orku.