Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Í þessum mánuði muntu sjá jákvæð áhrif vegna breytinga sem þú hefur gert í daglega lífinu þínu. Þú verður samt að passa að festa þig ekki við stíf mynstur til að ná að afkasta sem allra mestu. Þú blómstrar þegar þú hefur svigrúm til að vera skapandi og frjálslegri, kæri Fiskur. Sjálfstraustið þitt verður mjög gott og þú átt auðvelt með að taka réttar ákvarðanir og þér gengur vel að tjá hugmyndir þínar. Sýndu þolinmæði þegar mistök og tafir eiga sér stað. Ekki vera of hörð/harður við sjálfa/n þig.

Þú gætir fundið fyrir löngun til að fara í nám og auka við þekkinguna þína. Þú ert með gott minni og það mun meira að segja koma þér á óvart hvað þú getur tekið inn mikið af upplýsingum.

Jafnvel þó að þú hafir ótrúlega samskiptahæfileika gæti löngun þín til að ná sem bestum árangri skaðað vináttu þína við aðra, óháð aðstæðum.