Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Þú munt varla stoppa í apríl og þú veist alveg hvað þú vilt og lætur ekkert koma í veg fyrir að þú gerir það sem þú vilt kæri Vatnsberi. Þú munt standa þig vel í vinnu og yfirmaður þinn er mjög ánægður með þig. Sjálfsálit þitt mun aukast og þú verður miðpunktur athyglinnar. Þú gætir upplifað að einhverjir baktali þig og sé öfundsjúkur vegna velgengni þinnar í vinnu. Ekki taka það nærri þér, því þetta er ekkert sem snertir þig heldur er þetta þeirra vandamál.

Vatnsberinn, þessi mánuður snýst um að tengjast saman þarfir þínar og áhugamál. Nú er tími til að hella þér í eitthvað verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir og njóttu þess að vera í sviðsljósinu en ástin á líka eftir að taka smá tíma frá þér. Þó að þú meinir það ekki illa áttu það til að fá hugsanir og reynslu svolítið á heilann og ekkert annað kemst að.

Þú ættir vinna í því að víkka út sjóndeildarhringinn þinn og forðast rifrildi og mundu að þú veist kannski ekki alveg jafn mikið og þú heldur.