Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Það munu verða jákvæðar breytingar hjá þér varðandi starfið þitt í apríl, kæra Vog. Ástin svífur yfir vötnum og það er alveg sama hvort þú ert í sambandi eða ekki. Ástin blómstrar í sambandinu og ef þú ert á lausu

Það sem þú gerir fyrir aðra mun á endanum koma sér vel fyrir þig svo þetta er alls engin einstefna og það er ekki verið að nota þig. Ef þú leggur þig fram, sérstaklega í vinnunni, og gerir þitt allra besta, mun verða tekið eftir skuldbindingu þinni og fyrirhöfn og þér verður umbunað.

Gefðu fjölskyldu þinni og ástvinum rými til að tjá gremju sína og áhyggjur, en mundu að passa upp á mörkin þín og gerðu öllum það ljóst að þú viljir að talað sé við þig af virðingu. Þú verður á toppi veraldarinnar í apríl og allt gengur smurt, bæði í einkalífinu og í vinnu og nú er kjörinn tími fyrir þig að taka stutt frí.