Stjörnuspá fyrir júní 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Hugur þinn lýsist upp með nýjum og geggjuðum hugmyndum núna í júní og þú ert í essinu þínu. Kannaðu sjónarhorn þitt og skoðanir sem eru alltaf að þróast, af forvitni og vertu frjáls og sjálfstæð/ur í hugsun. Þú gætir aðeins fundið fyrir því að þú hefur ekki hugsað alveg nógu mikið um heilsu þína og vellíðan. Það er eitthvað sem þú hefur ekki veitt mikla athygli áður sem krefst þess að þú veitir því eftirtekt. Lærðu af mistökum þínum, vanþroska eða barnaskap og taktu á vandamálum um leið og þau eiga sér stað.

Það gengur vel í vinnunni þinni og þú verður alveg upp á þitt besta í kringum 20. júní.

Í persónulega lífinu gæti verið að einhver gömul sár verði ýfð upp en þú skalt ekki láta það stoppa þig í að vinna í þeim. Settu fjölskylduna í forgang og mundu allt þetta góða sem þú hefur lært varðandi samskipti og nýttu þér það.