Stjörnuspá fyrir júní 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl – 20. maí

Ræktaðu með þér dýpri skilning á þörfum þínum, löngunum og takmörkunum, elskulega Naut. Það mun auðvelda þér að ná markmiðum þínum og elska sjálfa/n þig. Gerðu júní að þeim mánuði sem þú kemst yfir hindranirnar, skrifar undir samninginn, átt samtalið og bindur um lausa enda. Þegar það er komið muntu finna fyrir mikilli sælu og getur snúið þér að næsta verkefni.

Þú munt finna að þú ert að fara í gegnum breytingar og ný tækifæri eru að koma fram. Það kemur alveg ný orka í júní. Við bregðumst öll mismunandi við breytingum og sama breyting getur farið mjög misjafnlega í fólk.

Sjálfsvinna er alltaf góð og þú hefur meðvitað og ómeðvitað verið að takast á við mál sem hafa setið á hakanum. Þú hefur betri einbeitingu núna en nokkru sinni áður og þú skalt nýta það til hins ítrasta.