Stjörnuspá fyrir júní 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Það eru hlýjar tilfinningar, ástúð og þakklæti í kortunum hjá þér í júní. Nú er alls ekki rétti tíminn til að forðast sviðsljósið. Þú átt skilið að fá alla þá athygli sem fólkið þitt vill sýna þér. Þú þarft að vinna í þolinmæði gagnvart maka þínum og leyfa þér að þróa náin tengsl. Þú ert sjálf/ur ekki alveg með það á hreinu hvað gerir þig hamingjusama/n en þú skalt ekki ýta fólki í burtu frá þér þó þú sért að reyna að finna útúr þessu.

Samstarfsverkefni og teymisvinna verða sérstaklega gefandi í þessum mánuði, og gera þér kleift að sameina sköpunargáfu þína og inntak annarra. Þig mun þyrsta í nám og vitsmunalegan vöxt, og þá er kjörið að skrá þig á námskeið sem eru í takt við áhugamál þín. Farðu á félagsfundi, veislur og viðburði sem geta leitt til spennandi tækifæra.