Stjörnuspá fyrir júní 2023 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Elsku Krabbi. Þú átt það til að vera hrædd/ur við að vaxa út fyrir þægindarammann þinn og hverjar afleiðingar þess geta orðið. Ekki láta þetta koma þér í uppnám heldur sem hvatningu til að breyta hegðun þinni. Orka Venusar er þér í hag og þú ættir að láta vaða og taka stökk í átt að stærri og betri fjárhagslegum markmiðum. Einbeittu þér að endatakmarkinu og þér mun ganga allt í haginn.

Ef þú hefur verið að íhuga að skipta um starf er þetta kjörinn tími til að breyta til. Treystu innsæi þínu og fylgdu ástríðu þinni. Mánuðurinn verður frekar mikið upp og niður þegar kemur að fjármálum. Þó að það geti verið óvænt útgjöld, þá eru líka líkur á fjárhagslegum ávinningi. Leitaðu til ástvina eftir stuðning þegar á þarf að halda. Hafðu jákvæðnina að leiðarljósi og taktu þátt í athöfnum sem veita þér gleði og slökun. Ef þú ert einhleyp/ur gæti júní verið góður til að kynnast nýju fólki.