Stjörnuspá fyrir júní 2023 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Það er allt að benda þér í þá átt að vera besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú finnur fyrir því að stolt þitt og sjarmi eykst og þig gæti langað til að vera miðpunktur athyglinnar. Settu sjálfa/n þig í forgang, en mundu að ekki allar aðstæður snúast um þig. Þú getur ekki byrjað að setja þér ný markmið fyrr en þú kannar hvað hélt aftur af þér með að fylgja síðustu markmiðum þínum eftir. Dýrmæt einvera mun hjálpa þér að hugsa um hvernig staðan þín er og hvernig þú komst þangað.

Þú finnur fyrir hvatningu sem mun hjálpa þér að takast á við nýjar áskoranir og hversu hæfileikarík/ur þú ert. Notaðu þetta tækifæri til að gera langtímamarkmið og metnaðarfull plön í vinnumálum þínum. Þolinmæði og agi mun hjálpa þér að komast að fjárhagslegs stöðugleika. Það mun eitthvað breytast í fjölskyldunni í júní og gæti orðið eitthvað ósætti. Það er mjög mikilvægt að takast á við þau með rólegheitum.