Stjörnuspá fyrir júní 2023 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Aukinn metnaður og ástríða mun gera þig hungraða/n í að ná árangri. Haltu einbeitingu til að ná markmiðum þínum og ekki berja þig niður ef þú missir einbeitinguna. Þú ert manneskja en ekki vélmenni. Þú átt eftir að sjá hvar þú hefur farið út af sporinu þegar kemur að ástarmálunum og það mun fá þig til að hugsa um fyrri mistök og ástarsorg. Ekki leyfa þessum hugsunum að mála neikvæða framtíðarsýn fyrir þig.

Hæfni þín til að skipuleggja og einbeita þér að langtímamarkmiðum mun vinna með þér, svo haltu áfram að ýta þér áfram. Hins vegar er mikilvægt að hafa góða og skynsamlega yfirsýn yfir fjármálin þín. Reyndu að standast hvötina til að spreða peningum af hvatvísi. Taktu því fagnandi að geta stækkað tengslanetið þitt.