Stjörnuspá fyrir maí 2022 – Vatnsberinn

Það eru að koma miklar breytingar í líf þitt og margt er á huldu þegar kemur að heimilislífi þínu og atvinnumálum. Þú þarft að taka stórar ákvarðanir sem munu hafa áhrif á líf þitt. Um miðjan mánuð mun einhver hugsanlega verða vonsvikinn með ákvarðanir þínar en þú ert að fara að taka því eins og hetja. Þú ert þinn eigin leiðtogi. Tengslanet þitt er að stækka og þú ert að fara að tengjast fólki á nýjan og betri hátt. Fólkið sem um ræðir geta verið gamlir vinir, nágrannar og systkini sem munu hjálpa þér að halda jarðtengingu.

Ef þú ert einhleyp/ur er maí góður mánuður til að fara út á galeiðuna og gefa því tækifæri að kynnast nýjum hugsanlegum lífsförunaut.