Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Það verður ákveðið þema í maí hjá þér elsku Krabbi. Þemað eru sambönd, en ekki á þann hátt sem þér dettur fyrst í hug. Þú hefur verið að hugsa um atvik sem hafa sært þig og látið þér líða eins og þú sért vanmáttug/ur en nú er komið að því að skilja þessi atvik eftir í fortíðinni. Þú hefur tekið eftir því að undanförnu hvernig særindin hafa haldið aftur af þér, því þú hefur óttast að verða særð/ur aftur.

Það getur komið tímapunktur hjá þér þar sem þig langar að fara aftur inn í skelina þína, verandi skeldýr, en þá þarftu bara að minna þig á markmiðin þín og vonir og þrár. Mundu að þú átt allt það besta skilið.

Það verða engin stór heilsufarsleg vandamál hjá þér en þú þarft að passa mikið upp á þig og rækta heilsuna og leita að því sem þér finnst skemmtilegt í heilsurækt. Leyfðu þér að vera tilfinningavera en passaðu bara að taka ekki þátt í drama annarra.