Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Í maí muntu leita inn á við og finna barnið innra með þér kæra Steingeit. Þú ert svo skapandi og verður að fá að tjá það á einhvern hátt og skyldur þínar mega ekki stoppa þig af í því eða koma í veg fyrir að þú hafir gaman.

Allt frá æsku hefur þú alltaf farið þá leið að fylgja því sem er rökréttast og raunhæfast. Þetta er stór hluti af því hvernig þú virkar. Þau gildi hafa stjórnað draumum þínum og væntingum. Þegar markmiðum er náð snýrðu þér að næsta markmiði. Þú þarft samt alltaf að hugsa um hvíldina þína líka, að ná að hvíla þig á milli verkefna.

Þetta næsta ár mun kenna þér dýrmæta lexíu, sem er að lífið er miklu auðveldara þegar þú vinnur aðeins minna og gerir meira af því að „leika þér“. Lífið er alltof stutt til þess að vera alltaf í vinnuham, gerðu meira af hinu, sem gleður þig. Vertu með fjölskyldunni og gefðu þeim tíma og ef þú átt maka, verður þú að sinna honum. Það getur komið upp smá ágreiningur í ástarsambandi þínu en það verður ekkert stórt og ekkert til að hafa áhyggjur af.