Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Þolinmæði er lykillinn að velgengni elsku Vog, og jafnvægi. Þér gengur vel í vinnunni en tafir geta dregið úr þér metnaðinn en þú þarft að sækjast eftir því sem þú vilt. Fjármálin eru að verða betri en þú þarft að vera ábyrg/ur með í hvað þú eyðir peningum þínum.

Það getur verið að nú sé kominn tími til að fara í allsherjar heilsufarsskoðun. Passaðu heilsuna þína, vertu jákvæð/ur og drekktu nóg af vatni. Hreyfing og gott mataræði getur komið manni langt. Þú hefur komist yfir falda veikleika þína og þú veist að þú ert þrautseigari og öruggari en þú gerðir þér grein fyrir áður.

Ástarmálin ganga vel. Mundu að vera þolinmóð/ur og gefðu maka þínum rými. Forðastu að missa þig í tilfinningalegu ójafnvægi og vandaðu valið á orðum þínum.