Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí – 20. júní

Kastljósið mun beinast að þér í maí kæri Tvíburi, en þér líður oft eins og þú sért alltaf að taka tvö skref áfram og eitt skref afturábak. Þú ert á vegferð til þess að heila þig andlega og tilfinningalega en þú verður að sýna þolinmæði og vera blíð/ur við sjálfa/n þig í þessu ferli.

Í maí muntu yfirstíga einhvern ótta og þú ferð að hafa meiri trú á þér. Mánuðurinn byrjar hægt en um miðjan mánuðinn fara hlutir að gerast. Vinnumál munu almennt ganga vel og stöðuhækkun og/eða ferðalög geta vel verið inni í myndinni. Fjárhagurinn er fínn en það verða einhver ófyrirséð útgjöld sem munu aðeins koma þér úr jafnvægi, en ekkert alvarlegt.

Passaðu vel upp á heilsuna þína en það eru einhverjir smá krankleikar í þér sem þú þarft að takast á við. Jóga og hugleiðsla er eitthvað sem þú ættir að skoða.

Ástarsambönd sem eru nú þegar í gangi, ganga vel og þið verðið sífellt tengdari. Ef þú ert á lausu er alveg líklegt að þú finnir maka. Það er allt með kyrrum kjörum í fjölskyldunni og mikil ró og spekt.