Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Þú hefur verið að upplifa að þú þurfir að gera einhverjar breytingar á lífi þínu, elsku Meyja, en hefur átt erfitt með að láta verða af því. Það er eitthvað við hugarfarið þitt sem heldur aftur af þér. Þú verður að byrja á því að hafa trú á sjálfri/um þér og þú ert klárlega með allt sem þú þarft á að halda til að takast það sem þú tekur þér fyrir hendur.

Um miðjan mánuð muntu finna sjálfstraustið aukast og þú færð jákvæðara viðhorf til lífsins. Reyndu að forðast að lenda í ágreiningi og rifrildum og sýndu öðrum virðingu.

Þig langar að prófa eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður og ögra þér. Ekki taka öllum mistökum sem dramatískum harmleik. Hlæðu frekar en að gráta.