Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl – 20. maí

Maímánuður verður mjög gefandi fyrir þig elskulega Naut. Þú finnur fyrir mikilli ást og alúð frá þínum nánustu vinum og ættingjum. Öll vandamálin sem þú hefur staðið frammi fyrir í sambandinu þínu í langan tíma munu loksins byrja að lagast í þessum mánuði. Það er nýtt tímabil að hefjast í lífi þínu og næstu 12 mánuðir varð einhverjir hamingjuríkustu mánuðir lífs þín.

Þú ert vinsæl/l um þessar mundir, átt mikið af vinum og fólki í kringum þig og ef þú ert einhleyp/ur gætirðu fundið ástina.

Um miðjan mánuðinn verða öll samskipti einfaldari og þú ferð að sjá allt í nýju ljósi. Þú munt þó eiga smá erfitt með að hætta ákveðnum venjum, kannski vegna þess að þér líður eins og þú hafir enga stjórn lengur ef þú hættir. Þér finnst best að vera við stjórnvölin en þú þarft þess ekki alltaf nautsterka Naut.