Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars – 19. apríl

Maí er mánuður sem verður fullur af tækifærum fyrir þig, elsku Hrútur. Ef þú vilt nýta þessi tækifæri sem best skaltu hafa augun og eyrun opin og slá til þegar þér er boðið eitthvað kostaboð í vinnunni. Þér gæti liðið eins og þú sért undir of miklu álagi þessa dagana og þú hafir farið ranga leið í lífinu, en ekki láta svona hugsanir heltaka þig og hættu að efast um sjálfa/n þig. Heppnin verður þér í vil í maí og þig mun alls ekki skorta tækifærin. Kvíðinn og sjálfsefinn mun hörfa þegar líður á seinni hluta maímánaðar. Þú munt sjá að þú uppskerð vel eftir mikla vinnu.

Ástarmálin verða í 2. sæti hjá þér í mánuðinum. Það er ekki þar með sagt að þú munir lenda í stórum vanda í sambandinu en maki þinn gæti gert kröfur á að fá meiri tíma með þér. Það verður einhver smá togstreita á milli ykkar en svo verður seinni hluti mánaðarins betri hjá ykkur. Einbeittu þér að góðu hlutunum og haltu í jákvæðnina.

Þú elskar að vera númer 1 og það er bara partur af þínum líflega persónuleika. Þú ert djörf/djarfur og metnaðarfull/ur og dýfir þér alltaf með „höfuðið á undan“ í djúpu laugina. Mundu að það er svakalega gott fyrir sálina að hugsa sem svo að glasið sé hálffullt frekar en hálftómt. Það virkar í alvöru! Og þakklæti. Finndu eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir á hverjum degi.