Stjörnuspá fyrir nóvember 2022 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Þú munt finna fyrir ákveðnum mótbyr í byrjun mánaðarins og það veldur pirringi, töfum og áskorunum. Stundum þróast hlutirnir bara ekki eins og þú vilt en það þýðir þó ekki að þú eigir að leggja drauma þína á hilluna.

Ekki láta vonbrigðin draga úr sjálfstrausti þínu og nýttu frekar tækifærið til að sýna hvað í þér býr.

Það gæti verið tímabært að skoða aðeins í kringum þig og kannski prófa nýtt áhugamál, námskeið eða eitthvað nám. Leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín og leyfðu þér að dreyma.