Stjörnuspá fyrir október 2022 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Þú ert að komast að því þessa dagana hverjir eru þínir raunverulegu vinir og hverjir eru og hafa alltaf bara verið kunningjar þínir. Þá þarftu bara að læra að sætta þig við og sleppa tökum á þessu fólki.

Þú ert að læra það líka að þegar hlutirnir gagnast þér ekki, þá er allt í lagi að sleppa þeim og halda áfram.

Þú ert að fara að demba þér í einhverskonar skapandi vinnu elsku Bogmaður, en þá verður þú líka að læra að taka gagnrýni. Þér finnst gaman að fá hrósið en finnst erfiðara að taka við hinu andstæða.