Stjörnuspá fyrir október 2022 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Október er tákn um einhverskonar kaflaskil hjá þér. Þú ert að leggja lokahönd á einhverskonar verkefni sem þú hefur verið að takast á við, en þetta verkefni hefur átt hug þinn allan, seinustu misseri. Það getur meira að segja gerst að þú finnir fyrir smá sorg eða eftirsjá þegar þetta er búið. En allt tekur enda um síðir elsku Fiskur og nú er kominn tími til að slaka á og safna orku.

Eyddu tíma með fólki sem veitir þér innblástur og ekki vera að bera þig saman við aðra. Þú ert frábær eins og þú ert.

Heimildir: Bustle.com & Yourtango.com