Stjörnuspá fyrir október 2022 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars — 19. apríl

Ef þú hefur verið óheppin/n í ástarmálum upp á síðkastið, ekki hafa áhyggjur, hlutirnir fara að breytast. Ekki fara samt bara í hvaða samband sem er til að vera ekki einmana.

Mundu að tjá þig og segja hvað þú vilt af því enginn er að fara lesa hugsanir þínar. Þú finnur fyrir þörf til að eiga dýpri og innihaldsríkari sambönd. Þú verður líka að læra að treysta öðru fólki fyrir þér og þínu.

Þú verður orkumikil/l í október og munt koma miklu í verk elsku besti Hrútur. Þú verður samt að passa þig á að keyra þig ekki út og muna að hvíla þig. Þú mátt aldrei gleyma að passa fyrst og fremst upp á heilsuna þína.