Stjörnuspá fyrir október 2022 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Þú munt uppgötva það í október að kannski hefur þú ekki gefið heilsu þinni og persónulegum vexti nægan gaum hingað til.

Þú skynjar allt mjög djúpt um þessar mundir og þér verður ljóst hverjir eru að segja þér ósatt. Ekki fara samt of geyst í að koma upp um málin því fólk tekur því misvel og verður stundum bara að átta sig sjálft.

Þú verður að læra hvenær þú átt að bakka og hvenær þú átt að stjórna.

Mundu að þú átt fullt af fólki í kringum þig elsku Meyja, sem elskar þig skilyrðislaust.