Stjörnuspá fyrir október 2022 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Frumkvöðlahæfileikar þínir eru að brjótast upp á yfirborðið um þessar mundir. Það koma líka upp tækifæri til uppgjörs á tilfinningum þínum og þú skalt nota það. Einbeittu þér að ná fram breytingum innra með þér til að allt utanaðkomandi breytist sjálfkrafa á sama tíma.

Ef þú ert með hátt markmið þá er október rétti tíminn til að reyna að ná þessu markmiði þínu. Ekki setja samt of mikla pressu á þig elsku Steingeit, því það mun bara valda drama og þú þarft að læra að þiggja aðstoð frá öðrum.