Stjörnuspá fyrir september 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl – 20. maí

Þú verður að losa þig við samviskubit sem er að hrjá þig. Þú átt mjög oft erfitt með að sætta þig við orðinn hlut og ef þú hefur gert eitthvað rangt, verður þú að biðjast afsökunar. Ekki draga þetta á eftir þér um ókomna tíð. Vertu samkvæm/ur sjálfri/um þér. Ef þig vantar aðstoð frá fólki verður þú að biðja um hjálp. Ekki bíða eftir að fólk fatti það upp á sitt einsdæmi eða lesi hugsanir þínar. Það er von á spennandi fréttum varðandi skapandi eða vinnutengd verkefni.