Stúlkan sem lítur út eins og barbídúkka – Segist lifa eingöngu á fljótandi fæði og vera frá öðrum hnetti

Það getur vel verið að hún sé Barbí en hún er alveg áreiðanlega á öðrum hnetti en við.

Fyrr í vikunni sögðum við frá Valeríu Lukyanova sem hefur tekist að breyta sér í tvífara Barbí og Justin Jedica sem er í raun orðinn brúðan Ken.  Greinina getur þú séð hér

Líf Valeríu sem er altekin af þeirri þráhyggju að verða lifandi eftirmynd  ljóshærðu brúðunnar Barbí er satt að segja afar sérkennilegt. 

Valeria er gift, lifir eingöngu á fljótandi fæði og segist vera frá fjarlægri plánetu.

En það er nú ekki alveg rétt.

Valeria Lukyanova with brother Ivan

Vinkona hennar sem líka er komin með Barbí útlit útskýrir þetta: “Við Valería erum frá stjörnunni Pleiades. Þar líta allir svona út. “

Valería er búin að fá yfir 668,000 „like“ á Fésbókarsíðuna  sína og segist vera frægasta rússneska konan á rússneska netinu.  Hún segist strax hafa  kannst við Olgu (hina Barbí-dúkkuna) þegar hún sá hana.  Hún þekkti hana af fyrra tilverustigi að hennar sögn.

Valería ólst upp í Moldova þar sem pabbi hennar vann í byggingarvinnu og mamma hennar var í hernum. Yngri systir hennar, Olga er við nám í Odessa og þar býr Valería.  

Valería safnaði dúkkum þegar hún var barn og átti yfir 50 stykki.

Smám saman fór hún að reyna að líkjast þessum fullkomnu leikföngum. Þegar myndir af Valeríu birtust fyrst í blöðum í vor sem leið vafðist fyrir fólki að átta sig á hvort myndin var raunveruleg eða hvort þetta var vel gerð lagfæring („photoshop“).

Valeria Lukyanova alien
Valeria trúir að hún sé frá annarri plánetu.

Hún segir sjálf að hún sé svona í laginu af því hún æfi daglega, svelti sig og hafi farið í brjóstastækkun. Hún segist fá næringu frá  “prana” sem í  trúarbrögðum Hindúa táknar lífsaflið.  

Rússneskt dagblað tók viðtal við hana í október og þá drakk hún bara melónusafa og borðaði ber.

“Ég hef, sagði hún síðustu fjóra mánuði verið á fljótandi fæði og nú er ég að byrja á að drekka bara vatn. Síðan ætla ég að lifa eingöngu á prana. Ég var í mörg ár á hráfæði en ég verð að bæta mig til að auðga andann. “

Valeria Lukyanova

Sem stendur er hún í stærð 7 og hefur miklar áhyggjur af því að hún kunni að þyngjast. Hún er orðin 45 kg, var áður 42.  

“Það er ekki langt í, segir hún að ég geti stjórnað þyngd minni með huganum.”

Þegar hún var spurð hvað hún hefði farið í margar lýtaaðgerðir sagði hún að hún hefði bara farið í eina brjóstastækkun. “Ég vildi bara að ég hefði látið stækka þau meira en ég gerði” bætti hún við.    

“Að öðru leyti er ég alveg ég sjálf. Ég hef ekki einu sinni látið lengja á mér augnahárin. “

 Valeria Lukyanova with mum Irina
Valeria ásamt móður sinni, spurning hvaðan hún fékk áráttuna?

Viðbrögð fólks við fréttunum af Barbí og Ken hafa verið mikil og margvísleg.

Það er dapurlegt að vita til þess hvernig sumt fólk er, sagði einhver. Valería gerir ekki mikið með þessi viðhorf.

” Það er hörkuvinna, segir hún að líta svona út og þetta fólk heldur að það séu skurðlæknar og fólk sem kann á tölvuforrit sem gerir mann svona. “

“Ég ansa þessu ekki einu sinni og finnst þetta vera hrós. Svona er það bara að ná árangri. Mér finnst fínt að þeim skuli finnast ég vera óraunveruleg. Það sýnir bara að mér hefur tekist það sem ég ætlaði mér. “

 Valeria Lukyanova before surgery
Valeria sem unglingur.

Þegar Valería var unglingur var hún við nám í arkitektúr og hafði þá meiri áhuga á víni og reykingum en útliti líkamans. „Ég drakk mikið og illa“, og svo mundi ég ekki neitt, segir hún. Sem betur fer eyðilagði ég ekki útlitið til framtíðar.

Henni tókst að ljúka námi í arkitektúr frá háskólanum í Odessa og bætti við sig meistaragráðu árið 2007. Hún segist vera 23 ára en þeir sem til þekkja segja að hún sé 27 ára.

Á heimasíðu sinni segist hún vera söngvari- alveg eins og Barbí.

 Þegar hún er spurð um áhugamálin segir hún þau vera íhugun og að bæta heiminn. Útlitið skipti ekki öllu og þess vegna hafi hún mikinn áhuga á andlegum málum.

“Ef maður ver öllum tíma sínum í útlitið og gleymir andanum vill enginn vita af manni því að maður hefur þá ekkert að gefa. Ýmsir halda að maður verði að líta mjög vel út til að ná einhverjum árangri í lífinu. En það er bara ekki rétt. Eina starfið sem er einhvers virði er starf andans. “ Segir hún.

Hún skrifast á við aðdáendur sína á netinu. Þar segir hún m.a. að æðsta takmarkið sé að nota eingöngu sólarorkuna. Sjálf geti hún nú orðið farið um geyminn milli tímaskeiða og sé byrjuð að kenna fólki að fara úr líkamanum og ferðast þannig um himingeyminn. 

Þessa stundina er hún gift  Dimitry nokkrum Shkrabov og er ekki alveg ljóst hvort álit hennar á „opnu sambandi“ vísar til þess að vera trúr sínum maka eða að eiga einn maka.  


Valeria og Dimitry

“Dimitry stendur alltaf með mér, segir hún. Hann elskar mig og styður og finnst ég falleg hvort sem ég er máluð eða ekki. Hann borðar bara grænmeti og hefur gert það miklu lengur en ég. Hann er mikill klifurkappi og við fórum á Everest og um fleiri Himalaya fjöll.”

Valería vill alls ekki eignast börn því að barneignir eru ekki stundaðar í heimi hennar. 

“Hvorki langar mig til né heldur álít ég að ég geti verið móðir, sagði hún. Ég er frá öðrum heimi en þessum og þar eru allir „kynlausir“ og í heimi okkar eru bara alls ekki börn. “


Valeria og Dimitry

 Heimur Barbí- Valeriu og Ken í eigin persónu.

Þegar hún var spurð hvort þau hjónin væru frekar eins og systkin en hjón svaraði hún alveg undrandi að hún hefði engan áhuga á að tala um þetta.  

“Ég hef ekki einhverjar dýra hvatir. Sumir vilja helst af öllu vera að borða, aðrir vilja kynlíf framar öllu. Því minna sem maður hefur af því þeim mun betra, segi ég nú bara. “

Mamma Valeríu er mjög ánægð með dóttur sína hvaðan svo sem hún segist vera. Hún er góð manneskja, segir mamman og vill öllum hjálpa. Hún hefur náð þangað sem hún er komin af því hún vann fyrir því.   

En það er nú svo að allar Barbíar þurfa sinn Ken og eins og fólk man hitti Valería hinn fullkomna Ken í New York og átti að taka af þeim myndir saman. Það var hins vegar ekki ánægjulegt. Þau hvæstu og urruðu hvort á annað eins og hundur og köttur þó að ekkert vantaði upp á óskaútlitið.


Á ekki að leggja svona manneskju inn bara? Hún er auðvitað rosalega skemmd það er alveg deginum ljósara!

Tengdar greinar: Fóru í lýtaaðgerðir til að líta út eins og Barbie og Ken

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here