Súkkulaði smákökur með valhnetum

Þessar smákökur eru svo svakalega góðar og bráðna í munninum. Þær koma frá Berglindi á Gotterí.is.

 

Súkkulaðismákökur með valhnetum

  • 175 g sykur
  • 120 g smjör við stofuhita
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 egg
  • 60 g 70% súkkulaði (brætt og kælt lítillega)
  • 130 g hveiti
  • 2 msk bökunarkakó
  • ½ tsk lyftiduft
  • ½ salt
  • 100 g saxaðar valhnetur frá “Til hamingju”
  • 70 g súkkulaðidropar
    1. Þeytið saman sykur, smjör, vanilludropa og egg.
    2. Bætið bræddu súkkulaðinu saman við blönduna.
    3. Setjið næst hveiti, bökunarkakó, lyftiduft og salt í blönduna og skafið vel niður á milli.
    4. Að lokum fara saxaðar valhneturnar saman við (geymið smá af þeim þar til síðar, um það bil ¼ af blöndunni).
    5. Setjið um eina matskeið af blöndu á bökunarpappír fyrir hverja köku (blandan gefur um 24-28 kökur) og hafið svolítið bil á milli þar sem deigið lekur niður við bakstur.
    6. Stráið nokkrum súkkulaðidropum yfir kökurnar ásamt restinni af hnetunum og bakið við 180°C í 12-15 mínútur.
    1.  12-15 mínútur.

    Mmmm….. þessar voru guðdómlegar aðeins volgar með ískaldri mjólk!

    Mmmm….. þessar voru guðdómlegar aðeins volgar með ískaldri mjólk!

SHARE