Súludans tengist ekki klámi – Ókeypis kynning á föstudag

Mynd: Íris Björk Photography

Þær Monika Klonowski, Eva Rut Hjaltadóttir, Anna Lóa Vilmundardóttir og Ásta Ólafsdóttir eru allar að kenna og æfa Polefitness og reka Erial Pole.  Hún.is ræddi við Moniku um það sem er í boði hjá þeim:

Við bjóðum upp á námskeið fyrir konur frá 16 ára aldri og leggjum áherslu á að hafa gaman í tímunum, styrkja líkamann og liðka og efla sjálfstraust. En það getur verið stórt skref fyrir margar að koma loksins og prufa þar sem við erum oft að fara út fyrir þægindarammann og gera klikkaða hluti sem flestar láta sig ekki einu sinni dreyma um að geta gert.

Stelpurnar byrjuðu allar í íþróttinni árið 2009, nema Monika, hún byrjaði í lok árs 2010 og segja þær að það hafi verið forvitni sem lokkaði þær út í þetta.

Okkur fannst þetta nýtt og spennandi. Þessi íþrótt er rosalega krefjandi og maður styrkist ótrúlega fljótt. Líkaminn verður fallega tónaður á stuttum tíma og sjálfstraustið eykst um leið.

Þær hafa allar mikla ástríðu fyrir Pole fitness og dansi en misstu æfingahúsnæðið sitt í sumar vegna bruna. Þær dóu þó ekki ráðalausar heldur ákváðu að opna sitt eigið stúdíó og gerðu stúdíóið klárt á aðeins tveimur vikum.

Við erum að reyna að kynna íþróttina aðeins betur fyrir landanum og koma með ný námskeið á markaðinn sem hafa aldrei verið kennd á Íslandi áður, eins og t.d. Contemporary Pole, sem er nútímadans á súlu en Anna Lóa og systir hennar, Eydís eru að búa það til núna. Einnig bjóðum við upp á Floorwork og Flex liðleikaþjálfun svo eitthvað sé nefnt!

Stelpurnar segja að íþróttin sé ennþá mjög umdeild og þær langi til að breyta ímynd hennar, fá nýjan markhóp og minnka fordómana.

Okkur hefur til að mynda verið neitað um viðtöl því fólki finnst þetta tengt súlustöðum og klámi, og oftast þegar við hengjum upp veggspjöld í bænum eru þau rifin niður sama dag, skiptir ekki máli hvar við hengjum þau.

Erial Pole ætlar að halda opnunarkynningu á föstudaginn 9. nóv milli 17-19, þá er hægt að koma að skoða staðinn, og kynnast íþróttinni aðeins.

Heimasíða Erial
Facebook síða Erial 

Mynd: Íris Björk Photography

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here