Svo virðist sem Adele sé búin að giftast í leyni

Paul Rich og Adele hafa verið að hittast síðan í fyrra, en svo virðist sem parið hafi tekið sambandið uppá töluvert hærra stig. Allra hörðustu aðdáendur sem fylgjast með hverju spori söngkonunar eru sannfærðir um að hún hafi gengið í hjónaband með kærastanum sínum í leyni í kjölfar pósta á samfélagsmiðla. Á sunnudaginn birti Adele myndir á Instagram þar sem hún er með 50,8 milljónir fylgjenda. Fyrsta myndin sýndi söngkonuna faðma sína fyrstu Emmy verðlaun, en sú selfie var ekki myndin sem fékk aðdáendur söngkonunnar til að „taka andköf“.

Instagram will load in the frontend.

Þriðja myndin sýndi Emmy gripinn á kaffiborðinu hjá Adele. En þrátt fyrir þessi glæsilegu verðlaun var það ein af bókunum á borðinu hennar sem vakti hvað mestu athygli fylgjenda hennar. Í bakgrunni mátti sjá bók með titlinum „The Paul’s“ á borðinu. Margir aðdáendur halda því fram að þarna væri kaupmáli á milli að Adele og Paul. Einn aðdáandi sagði: „Hún gaf okkur tvær vísbendingar í einni færslu. Ég elska orkuna hennar“.

Sjá einnig: Syngur lag eftir Adele í American Idol

Hingað til hefur Adele ekki svarað þessum spurningum frá aðdáendum sínum á Instagram.

Instagram will load in the frontend.

Þó að það sé óljóst hvort Adele sé gift kona í dag, sagði söngkonan nýlega að hún vonast til að giftast aftur í framtíðinni. Adele var áður gift Simon Konecki frá 2018 til 2021. Þau eiga saman soninn, Angelo, fæddan 2012.

„Já, algjörlega,“ viðurkenndi hún fyrr á þessu ári þegar hún var spurð hvort hún væri opin fyrir hjónabandi. Söngkonan bætti við að hún væri líka opin fyrir fleiri barneignum. „Mig langar svo sannarlega í fleiri börn,“ hélt hún áfram. „Ég er heimavinnandi, og ég er þéna helst tekjur þar, og stöðugt líferni hjálpar mér með tónlistina mína.“

Sjá einnig: Kim Kardashian svarar fyrir sig eftir einkaþotudrama

Adele og Rich hittust sumarið 2021 í veislu sameiginlegar vinar. Rich er íþróttaumboðsmaður sem hefur unnið með frægum íþróttamönnum eins og LeBron James, Anthony Davis og Ben Simmons.

Instagram will load in the frontend.

Fyrr á þessu ári sást Adele með það sem leit út eins og risastóran demanthring á baugfingri, sem leiddi til þess að almenningur velti því fyrir sér hvort hún væri trúlofuð Paul. Hún bar hringinn fyrst á Brit Awards 2022. Hins vegar varð orðrómurinn að engu þegar hún útskýrði að þetta væri bara fínn hringur. „Ég er ekki trúlofuð. Ég elska bara hágæða skartgripi!“ sagði hún. Þó að brúðkaup sé raunhæft í huga söngkonunnar, heldur hún áfram að einbeita sér að ferli sínum. Eftir að hafa hætt með sýningu sína í Las Vegas fyrr á þessu ári segja fréttir að hún sé núna í miðri skipulagningu á annarri sýningu, þar sem hún hefur meiri listræna stjórn á en hún hafði í Las Vegas.

Sjá einnig: Jason Momoa rakar af sér hárið

SHARE