Svona lítur 10 í útvíkkun út!

Við vitum það, sem höfum gengið með barn, að það er svakalega sársaukafullt. Ef þú ert ein af fáum konum sem fann ekki fyrir fæðingunni eða hríðunum, þá segi ég bara til hamingju. Þú ert kraftaverkakona og ættir skilið að fá einhverskonar viðurkenningu, fálkaorðu eða eitthvað slíkt. Án gríns.

Á meðan á fæðingunni stendur er ljósmóðirin reglulega að athuga hversu mikil útvíkkun sé komin. Þetta fer úr 1 sentimetra í 10 sentimetra á mislöngum tíma. Semsagt úr Cherrios-i og upp í beyglu. Eigum við eitthvað að ræða þetta? Svo erum VIÐ að halda okkur á mottunni til að missa ekki stjórn á skapi okkar í fæðingunni. Margar laxera til að það komi ekki kúkur í fæðingunni og snyrta sig að neðan og gera hvað sem í þeirra valdi stendur til að þetta verði sem dásamlegast.  Ég get alveg sagt, fyrir mitt leyti, að kúkur, hversu vel ég væri snyrt, hvort ég væri leiðinleg eða ekki, var fjarri mér þegar að þessu kom. Mér gat ekki staðið meira á sama. Mig langaði bara að klára þetta og fá barnið mitt í fangið, slímugt og blóðugt og hvað sem er.

Ég sá þessa, mjög svo lýsandi, mynd á netinu og varð að deila henni með ykkur. ÞETTA ERU 10 CM:

 Verði ykkur að góðu! Konur eru hörkutól!

SHARE