Sylvester Stallone lætur flúra yfir fortíðina

Skilnaður Sylvester Stallone hefur ekki enn gengið í gegn en hann er samt byrjaður á að stroka út ummerki um konu sína í lífi sínu. Eiginkona Sylvester, Jennifer Flavin, sótti um skilnað í ágúst en þau hafa verið gift í 25 ár. Sylvester er víst ekki mjög sáttur með þessa ákvörðun og eitt af því sem honum hefur dottið í hug til að segja skilið við Jennifer, er að láta húðflúra yfir þau flúr sem hann hefur fengið sér sem voru á einhvern hátt tileinkuð Jennifer.

Á þriðjudag birti Page Six myndir af leikaranum sem var með tvö ný flúr á vinstri handlegg og þar má sjá andlit á hlébarða. Hann lét svo flúra yfir andlit konu sinnar með mynd af hundi „Rocky“.

Jennifer hefur farið fram á að hún muni stjórna og hafa yfirumsjón með sameiginlegum eignum þeirra. Hún vill að Sylvester verði bannað að selja, færa, gefa eða nafnabreyta eignum þeirra á meðan á skilnaðinum stendur. Hún vill að eignum þeirra verði skipt jafnt á milli þeirra og hún fái að búa áfram á heimili þeirra á Florida, sem þau keyptu árið 2020.

Sjá einnig: Sótbölvandi Karl konungur við undirskrift

SHARE