Tekur upp lífið með krabbamein… allt til andláts

Charlotte Eades var greind með krabbamein í heila árið 2013 en þá var hún bara 16 ára.

Hún byrjaði með Youtube rás árið 2014 þar sem hún segir frá krabbameininu og einnig talar hún um tísku og fegurð. Það hjálpaði henni að takast á við kvíðann og jók sjálfstraust hennar. Hún hlóð upp meira en 100 myndböndum á tveimur árum. Árið 2015 fór heilsu henni að hraka en hún hélt áfram að taka upp.

 

SHARE