Munið þið þegar þið voruð börn og fenguð nýtt dót? Tilfinninguna á leiðinni heim þegar þið gátuð ekki beðið eftir að leika með það eða sýna bestu vinkonu þinni hvað þú hafðir verið að fá? Ég er heppin, ég fæ ennþá þessa tilfinningu, en núna kemur tilfinningin þegar ég kaupi mér nýtt föndurdót.

Ég pantaði mér þetta skurðarform (template) á netinu fyrir nýju vélina mína fyrir nokkru síðan á nokkrar hundraðkrónur (já, ég er ekki að ýkja, þetta kostaði innan við 500 kr) og þegar þetta kom heim þá gat ég ekki beðið eftir að gera vélina mína tilbúna og finna pappír.

Eftir að hafa stungið forminu tvisvar í gegnum vélina þá var ég komin með þetta.

Ég límdi þetta svo saman á réttum stað, gerði brot á öðrum stöðum og eins og fyrir töfra þá var ég komin með þennan litla kassa á aðeins nokkrum mínútum, fullkominn fyrir t.d. gestgjafagjafir þegar krakkarnir mínir halda upp afmælin sín, ég get sett litla tölustafi ofan á hjartað á kassanum og þá er ég komin með aðventudagatal…… möguleikarnir eru endalausir.

 

SHARE