
Það er svo margt í þessari veröld sem maður hefur ekki hugmynd um og hefur ekki einu sinni hugmyndaflug í að detta það í hug. Við höfum ofsalega gaman að öllu sem er öðruvísi og framandi. Við rákumst á nokkrar myndir af hlutum sem fólk hefur safnað og hér er brot af því helsta.
Ein manneskja safnaði gúmmíöndum í mörg ár

Annar hafði safnað gleri úr fjörum í 2 ár

Hér er einn sem safnaði Garfield, eða Gretti eins og við kölluðum hann á okkar ylhýra tungumáli

Svo var þessi einstaklingur sem safnar útgangsskiltum og nokrum öðrum skiltum líka

Sjá einnig: Viljið þið sjá stærstu bjöllu í heimi? – MYNDBAND
Safn af litlum stólum

Þessi sem á þetta safn, safnar steinum sem eru eins og egg

Auðvitað er einhver sem safnar hafnaboltum í Ameríkunni

Þessi safnar pínulitlum blýöntum

Maður nokkur safnaði límmiðum af ávöxtum og bjó til þennan bolta úr þeim

Sjá einnig: Lífsleið 58 ára kona verður fyrirsæta
Skeljar sem var safnað á ströndinni og passa svona vel saman

Svo var þessi drengur sem safnaði tómum Pringles hólkum

Svo var þessi maður sem safnaði öllu sem hann dró úr sprungnum dekkjum á starfsferli sínum á dekkjaverkstæði

Þetta er með því skrýtnara. Þessi aðili safnaði kúlum úr kúlupennum frá því í grunnskóla

Sjá einnig: Matthew Perry fór á spítala með sprunginn ristil
Þessi safnaði 1 dollara seðlum alla tíð. Þegar þarna er komið eru þeir orðnir 1600 talsins

Og svo er þetta strokleðrasafn

Það væri ótrúlega gaman að sjá hverju þið safnið, ef þið eruð að safna einhverju. Ef þið viljið deila með okkur myndum væri það skemmtilegt og það má senda þær á ritstjorn@hun.is.