Matthew Perry fór á spítala með sprunginn ristil

Í gegnum árin hefur Friends stjarnan Matthew Perry(53) verið duglegur að tjá sig um reynslu sína af eiturlyfja- og áfengisfíkn og þá staðreynd að hann hefur margoft farið í meðferð. Í nýrri ævisögu sinni, Friends, Lovers and the Big Terrible Thing, fer Matthew dýpra í sögu sína og segir meðal annars frá því þegar hann var næstum dáinn fyrir nokkrum árum.

Sagt er frá því í People að Matthew hafi lent á spítala og læknarnir gefið honum 2% líkur á að hann myndi lifa af. Hann sagði í samtali við blaðið að hann hafi ákveðið að segja frá þessu því honum finnist hann nógu öruggur til að geta sagt frá svörtu hliðum lífs síns.

Var með stóma í 9 mánuði

Matthew segir frá því í bókinni að hann hafi, þegar hann var 49 ára, verið í dái í tvær vikur og legið í dái í 5 mánuði. Ástæðan var að ristill leikarans sprakk vegna ofnotkunar á ópíóðalyfjum. Hann þurfti að vera með stóma í 9 mánuði eftir þetta.

Eftir að hann var lagður inn á spítalann sögðu læknarnir við fjölskylduna hans að hann ætti 2% líkur á að lifa: „Ég var settur í öndunarvél sem sér um alla vinnuna fyrir hjartað og lungun, sem er kallað Hail Mary, en það lifa það fæstir af.“

Það eina sem fjölmiðlafulltrúi Matthew sagði þegar þetta var allt í gangi, var að Matthew væri á spítala og þyrfti að fara í aðgerð.

Tók stundum 55 töflur af Vicodin á dag

Allt í allt hefur Matthew þurft að fara í 14 aðgerðir á maganum. „Það er ágætisáminning um það að vera edrú. Ég þarf ekki nema bara að líta niður.“ Sálfræðingur Matthew hjálpaði honum mjög mikið líka en hann sagði við hann: „Næst þegar þú hugsar um að taka Oxycontin, hugsaðu þá um að vera með stómapokann allt þitt líf.“ Matthew segir að þarna hafi hann séð lítinn glugga opnast og hann hafi skriðið út um hann og hann langi ekki lengur í Oxycontin.

Matthew segir líka frá því bókinni að hann hafi stundum tekið 55 Vicodin töflur á dag þegar tökur á Friends voru í gangi. Einnig segir hann „Ef ég hefði dáið hefði það auðvitað verið sjokk fyrir fólkið mitt, en enginn hefði verið hissa. Það er mjög óhugguleg tilhugsun. Ég vona bara að einhverjir séu að tengja við mig og fólk viti að hver sem er getur átt við þennan sjúkdóm að stríða. Það skiptir engu hver þú ert þegar kemur að þessum sjúkdómi.“

SHARE