Þegar glerið í myndarammanum brotnar

Það hafa án efa allir lent í því að brjóta gler í ramma, ekki satt? Og ég þori að veðja að þið hafið öll hent rammanum, ekki satt? En þið munið ekki gera það héðan í frá, vegna þess að ég ætla að sýna ykkur 2 rosalega sætar hugmyndir hvernig þú getur endurnýtt rammana þína.

Fyrri hugmyndin gæti ekki verið auðveldari. Ég málaði rammann, límdi litla klemmu til að halda myndinni á sínum stað og bjó til litla slaufu sem ég setti á klemmuna. Ég útbjó svo blóm sem ég ég límdi í eitt hornið (hérna getið þið séð hvernig þið gerið svona blóm).

Seinni hugmyndin tekur aðeins tíma. Ég ákvað að nota ekki rammann sjálfan heldur bara bakið. Ég átti þessi prik, framleiðandinn ætlaðist til þess að þau væru notuð til að merkja plöntur en þar sem ég þekki ekki framleiðandann og á því ekki á hættu að móðga hann að þá sagaði ég oddmjója hlutann af og límdi þau á bakið á rammanum. Svo var það klemma og blóm, alveg eins og fyrri hugmyndin.

Þannig að, ef glerið brotnar þá er í lagi að henda glerinu, en í guðana bænum, ekki henda rammanum.

 

SHARE