Þessar konur eru frá Albaníu og eru kallaðar „Sworn Virgins” en þær halda sig alveg frá kynlífi og lifa lífinu sem karlmannlegar konur en þær líta óneitanlega út fyrir að vera karlmenn. Þær hafa ekki farið í kynleiðréttingu en hafa bara ákveðið að lifa sem karlmenn og þar að auki aldrei eignast börn, maka, eða klæða sig í kjóla eða pils. Þær mála sig auðvitað ekki og nota engar snyrtivörur.Jill-Peters-FullyM4

Þetta snýst ekki um það að konurnar hafi fæðst í röngum líkama heldur tóku þær bara að sér það hlutverk í sínum fjölskyldum að vera „karlmaðurinn“ á heimilinu og fá mikla virðingu frá samfélaginu fyrir það. Þetta hefur tíðkast frá því á 15. öld því ef heimili var án „karlmanns“ þá gat heimilisfólkinu verið mismunað á ýmsan hátt svo þetta var lausnin við því.

Sumar konur ákváðu að lifa sem karlmenn vegna þess að þá gátu þær komist hjá ýmsu sem var ætlast til af þeim og einnig fengu þær að gera ýmsa hluti sem konur fengu yfirleitt ekki að gera, eins og að kjósa, aka bíl, drekka áfengi, reykja, eiga skotvopn og vinna sér inn peninga.

Það var ljósmyndarinn Jill Peters sem tók þessar myndir.

 

 

SHARE